Vefheimar | Vefsíðugerð

Heim Þjónusta

Kostnaður

OptimaÞegar þú tekur ákvörðun um að fjárfesta í vefsíðu er mikilvægt að að gera ráð fyrir öllum kostnaði og reikna dæmið til enda.

Við uppsetningu okkar vefsíðna notum við Joomla vefumsjónarkerfið. Kerfið er opinn hugbúnaður og því þarf ekki að greiða nein mánaðarlega gjöld fyrir notkun þess. Eingöngu er greitt fyrir uppsetningu en þegar vefsíðan er komin í loftið ert þú orðin eigandi umsjónarkerfisins og ert því engum háð/ur í framhaldinu. Þannig getur þú séð um vefsíðuna án utanaðkomandi aðstoðar og þess kostnaðar sem því fylgir.

Kostnaði við vefsíðu má skipta í tvennt. Annarsvegar kostnað við hönnun, uppsetningu og frágang. Hinsvegar kostnað sem fellur til eftir að vefsíðan er komin í loftið. Algengt er að rukkað sé gjald fyrir notkun vefumsjónarkerfa og er algengt mánaðargjald á milli 3 - 6.000 kr á mánuði, jafnvel mun meira. Einnig getur kostað mikið að bæta við vefsíðuna viðbótareiningum síðar meir og þannig getur vefsíða sem kostar minna í uppsetningu orðið mun dýrari þegar fram líða stundir.

Þar sem við notum frítt vefumsjónarkerfi á hvorugt við um vefsíður frá Vefheimum. 

Við getum einnig haft milligöngu um hýsingu á mjög hagstæðu verði.

Hvers vegna að borga fyrir notkun á vefumsjónarkerfi þegar þú getur fengið það frítt?

Vefumsjónarkerfið Joomla

Vefumsjonarkerfid joomlaGott vefumsjónarkerfi þarf að vera einfalt í notkun og auðvelt að bæta við nýju efni. Einnig þarf það að vera sveigjanlegt fyrir þá sem lengra eru komnir í vefsíðugerð svo auðvelt sé að bæta við vefsíðuna.

Joomla! vefumsjónarkerfið er eitt það mest notaða á markaðnum í dag. Það er áreiðanlegt og mjög öflugt en einfalt í notkun, en allar okkar vefsíður eru settar upp í Joomla!.

Sem dæmi um vinsældir kerfisins þá hefur því verið niðurhalað yfir 6 milljón sinnum frá 2007 og yfir 4.000 viðbótareiningar eru í boði svo möguleikarnir eru svo til endalausir.

Kerfið er svokallað "Open Source" kerfi og er því frítt svo engin mánaðargjöld þarf að greiða fyrir notkun á Joomla!

Viðskiptavinir okkar fá grunnkennslu á Joomla! þegar vefur er afhentur og geta því uppfært vefsíðuna sjálfir og haldið henni lifandi. Fljótlegt er að læra á helstu aðgerðir sem duga til að halda síðunni lifandi s.s að breyta texta og setja inn myndir. Annar kostur er að leigja vefstjóra frá Vefheimum.

Hér má nefna örfá dæmi um möguleika Joomla!:

 • Aðgangsstýring vefstjóra, ritstjóra, notenda, viðskiptavina o.fl.
 • Forsíðukerfi – Mögulegt að stjórna birtingu greina sjálfvirkt.
 • Aðgangsstýrt innranet með upplýsingar fyrir viðskiptavini sem hafa fengið notandanafn og lykilorð
 • Frétta og greinakerfi
 • Hafa samband vefform
 • Leit innan vefsvæðis
 • Viðburðardagatal
 • Kannanakerfi
 • Fréttabréf og markpóstur
 • Tilkynningar og fréttaskot
 • Umsagnir viðskiptavina
 • Auglýsingaborðar
 • Dagskrárkerfi
 • Myndagallerý
 • Videógallerý
 • Bókunarform
 • Fréttabréfakerfi
 • Spjallborð
 • Dagskrárkerfi
 • Auglýsingaborðakerfi
 • Vörukynningakerfi
 • Myndasafn
 • Viðburðadagatal
 • Vefverslunarkerfi
 • O.fl.

Leitarvélabestun (SEO)

leitarvelabestunLeitarvélabestun (Search Engine Optimisation) táknar að vefsíðan er sett upp með það í huga að hún nái betri árangri á leitarvélum. Þ.e.a.s komi fyrr og oftar upp í leitarniðurstöðum.

Flestir finna það sem þeir leita að á netinu með aðstoð leitarvéla eins og Google, Bing eða Yahoo og því er mikilvægt að vefsíðan sé sett upp með það í huga svo að þinn markhópur finni þína síðu.

 • Mikilvægt er að hafa gott og innihaldsríkt efni sem lýsir tilgangi síðunnar vel.
 • Finna þarf út hvaða lykilorð skal nota á síðunni og koma þeim fyrir í titlum og texta síðunnar.
 • Eitt af því sem leitarvélar gera til að meta vefinn þinn eru tenglavinsældir, þ.e.a.s hvaða síður tengja(link) á þína síðu. Hér skiptir meira máli gæði en magn. Athuga þarf stöðu síðunnar hjá Google og sjá hvort hún sé hátt metin. Reyna skal svo að fá tengingu frá hátt metnum vefjum á þína síðu.
 • Veftré skal hafa á síðunni og skrá það hjá leitarvélunum. Veftréð hjálpar leitarvélunum að vafra um vefinn og skrá efni hans í gagnagrunn.

Eftir að vefurinn er tilbúin og komin í loftið þarf að uppfæra hann reglulega. Bæði til að halda uppýsingum réttum og ferskum en einnig hjálpar það við að hann haldi vægi í leitarvélum. Hafa skal í huga að engin getur ábyrgst hvaða stöðu vefsíða fær frá leitarvélunum og yfirleitt kemur árangurinn ekki í ljós fyrr en eftir nokkra mánuði.  

Greitt fyrir smell

Önnur aðferð til að koma vefsíðu ofarlega í leitarniðurstöður eru keyptar auglýsingar. Keyptar auglýsingar í leitarvélum birtast efst og til hliðar við hinar venjulega leitarniðurstöður og eru merktar þannig. Auglýsingarnar beinast að þínum markhópi og birtast einungis þegar leitað er eftir lykilorðum sem tengist þínum rekstri og þú kemur síðunni ofarlega í leitarniðurstöðum fljótt. Þetta getur verið gott að gera meðan beðið er eftir að vefsíðan fari að sjást í náttúrulegu leitinni en eins og áður sagði getur það tekið nokkra mánuði.  

Google Analytics

Google Analytics er tól sem heldur utan um og skrásetur alla umferð á vefsíðunni þinni. Þessi gögn er svo mögulegt að nota til bæta síðuna með það í huga hvað á að finnast hverju sinni.  

Það sem Google Analytics heldur utan um meðal annars er:

 • Hve margir heimsækja síðuna
 • Hvaðan heimsóknir koma
 • Hvaða síður eru skoðaðar
 • Hve löngum tíma er eytt á síðunni
 • Hve margar heimsóknir koma frá leitarvélum og hverju var leitað eftir

Viðskiptavinir Vefheima fá Google Analytics sett upp á sínum síðum og kennslu í grunnatriðum.

Uppfærsluþjónusta

Vefumsjonarkerfid joomlaMikilvægt er að halda vefsíðum lifandi, bæði til á að halda upplýsingum réttum og áreiðanlegum en einnig til að halda stöðu síðunnar í leitarvélum. Þetta vill oft gleymast eftir að síðan er komin í loftið.

Þegar vefsíðan er tilbúin, við afhendum hana og þú hefur fengið grunnkennslu í hvernig á að uppfæra síðuna þá er okkar verki formlega lokið.

Hinsvegar bjóða Vefheimar upp á uppfærsluþjónustu.  Vefstjóri Vefheimar getur séð um reglulegar uppfærslur, s.s að setja inn nýjar myndir, greinar, nýjar fréttir, uppfæra starfsmannalista og fleira sem þarf að uppfæra reglulega.

Mögulegt er að semja um staka uppfærslu, mánaðarlega eða gera eins árs þjónustusamning.
Hafðu samband ef þú vilt vita meira um uppfærsluþjónustu vefheima.

 

TILBOD1Fáðu tilboð í þína vefsíðu! 

Fylltu út einfalt form og við sendum þér tilboð innan skamms. Þetta er svona einfalt....

Sendu Fyrirspurn...